Hearing voices Iceland eru landssamtök fyrir öll sem heyra raddir, sjá sýnir eða hafa aðrar óhefðbundnar upplifanir og áhugafólk um málefni þessa hóps
Tilgangur félagsins er:
a) Að opna umræðu um mannréttindi einstaklinga sem heyra raddir, sjá sýnir og aðrar óhefðbundnar upplifanir.
b) Að vera til staðar fyrir einstaklinga sem heyra raddir og stuðningsnet þeirra.
c) Að fræða samfélagið um þýðingu radda og annarra óhefðbundinna upplifana til að uppræta fordóma.
d) Að stuðla að bættu geðheilbrigðiskerfi sem veitir uppbyggjandi þjónustu til einstaklinga sem heyra raddir.
e) Að þróa gagnlegar aðferðir sem byggja á virðingu og styðja einstaklinga sem heyra raddir til að takast á við erfiðar upplifanir af röddum.