Hearing voices Iceland
Þau sem heyra raddir hafa í gegnum söguna ítrekað verið útilokuð, upplifun þeirra sjúkdómsvædd, rætt um þau á fordómafullan máta og brotið á mannréttindum þeirra. Því miður er enn mikil þöggun og fordómar sem ríkja hvað varðar skynjanir sem þessar og gegn þeim sem lifa með óhefðbundnum upplifunum.
Raddahreyfingin (e. Hearing Voices Movement) hefur útbreiðslu um heim allan. Markmið hreyfingarinnar er að styðja þau sem heyra raddir til að finna leiðir til að lifa með röddum og leysa þessa upplifun úr ánauð. Hreyfingin hefur verið starfrækt víðsvegar um heim í rúmlega þrjá áratugi. Þann 4. apríl 2019 var stofnfundur íslensku landssamtakanna Hearing Voices Iceland haldinn. Stofnendur voru Fanney Björk Ingólfsdóttir, Auður Axelsdóttir og Svava Arnardóttir.
Að opna umræðu um mannréttindi einstaklinga sem heyra raddir, sjá sýnir eða hafa aðrar óhefðbundnar upplifanir.
Að vera til staðar fyrir einstaklinga sem heyra raddir og stuðningsnet þeirra.
Að fræða samfélagið um þýðingu radda og annarra óhefðbundinna upplifana til að uppræta fordóma.
Að stuðla að bættu geðheilbrigðiskerfi sem veitir uppbyggjandi þjónustu til einstaklinga sem heyra raddir.
Að þróa gagnlegar aðferðir sem byggja á virðingu og styðja einstaklinga sem heyra raddir til að takast á við erfiðar upplifanir af röddum.
Tilgangur félagsins er:
Jafningjahópar
Það að heyra raddir, sjá sýnir eða upplifa aðrar tengdar skynjanir er eðlilegur hluti af mannlegum fjölbreytileika og það eru mannréttindi okkar að geta rætt þessar upplifanir við skilningsríka jafningja án sjúkdómastimplunar.
Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að styðja við stofnun jafningjahópa byggða á raddanálguninni hérlendis. Þar ber helst að nefna “Raddahópinn” í Hugarafli sem hittist í fyrsta sinn í febrúar 2019. Tveir stofnenda Hearing Voices Iceland leiddu þann hóp.
Eitt af meginmarkmiðum hópsins er að veita öruggt umhverfi til þess að ræða um óhefðbundnar upplifanir á jafningjagrunni. Mæting í hópinn jókst og fór fram úr væntingum hópstjóranna. Hópurinn hittist vikulega frá 2019-2021. Nafni hópsins var breytt yfir í “Raddir, sýnir og skynjanir” til að endurspegla enn frekar breidd þeirra upplifana sem ræddar voru meðal jafningja.
Starfsemi félagsins
Við höfum meðal annars staðið fyrir vikulegum jafningjastuðningshópi, boðið upp á opin fræðslukvöld, sýnt bíómynd, tekið upp hlaðvarpsþátt, verið í beinu streymi, skrifað grein í fjölmiðla og leitast með við að opna umræðu um þessar upplifanir byggt á nálgun Hearing Voices Movement.
-
It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world.
-
It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world.
-
It all begins with an idea. Maybe you want to launch a business. Maybe you want to turn a hobby into something more. Or maybe you have a creative project to share with the world.